Vikuna 7.-11.október verða hjá okkur tveir gestir á vegum Menntamálastofnunar en þeir munu með úttekt sinni leggja mat á ýmsa þætti skólastarfsins. Í ytra mati sem þessu
felst það að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um skólann, heimsóknir úttektaraðila í kennslustundir og viðtöl við nemendur, starfsfólk og foreldra.
Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur til að fá endurgjöf sérfræðinga á það sem vel er gert í skólastarfinu og hvar við getum bætt okkur.