Í þessari viku stendur yfir Meistaramót Kópavogs í skólaskák og Kjördæmamót Reykjaness. Það fer fram fer í stúkunni við Kópavogsvöll. Fjöldi nemenda frá Smáraskóla tekur þátt í mótunum og hafa nemendur staðið sig með mikilli prýði. Þess má geta að Freyja í 7. bekk náði þeim flotta árangri að vera í þriðja sæti á móti 1.-7. bekkja og tryggði sér með því þátttökurétt á Landsmótið í skák sem haldið verður um næstu helgi.