Matthías Andri Hrafnkelsson og Róbert Dennis Solomon, nemendur okkar í 8. bekk, fengu nýverið flottar viðurkenningar fyrir þátttöku í keppnum utan skólans. Matthías Andri tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskólanna og lenti í 3. sæti í sínum árgangi en nemendur í 10 efstu sætunum fengu viðurkenningar og nemendur í 3 efstu sætum í hverjum flokki fengu vinninga frá Arion banka. Alls voru keppendur um 330 frá allmörgum grunnskólum. Róbert Dennis tók þátt í forritunarkeppni grunnskólanna í 8.-10. bekk og lenti í 3. sæti. Þemað í forrituninni í ár var „retró tölvuleikir“ og var notast við forritunarmál í textaham.
Við óskum Matthíasi og Róberti innilega til hamingju með þennan flotta árangur og fyrir að vera skólanum okkar til sóma í þessum metnaðarfullu verkefnum.
Frábær árangur!
Posted in Fréttaflokkur.