Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn
Kópavogsbær hefur útbúið samræmdar viðmiðunarreglur fyrir grunnskóla Kópavogs varðandi viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn nemenda. Reglurnar má finna á fljótlegan hátt á flýtivísum vefsíðunnar, undir „Forvarnir/áætlanir“.
Vakin er athygli á því að reglurnar eru tvíþættar, annars vegar vegna óútskýrðra fjarvista og hins vegar vegna skráðra veikinda og leyfa. Það er mikilvægt að foreldrar kynni sér þessar reglur vel og fari yfir þær og ræði við sín börn.