Jólasamsöngur – jólapeysu og rauðklæðadagur

Við höfum verið dugleg að koma saman og lyfta okkur upp þessa vikuna. Í gær hittumst við öll á sal þar sem fór fram verðlaunaafhending Fjölgreindaleikanna og jólalagasöngur. Í dag voru allir hvattir til að mæta í jólapeysum og/eða rauðum klæðum, […]

Jólatónleikar kóra Smáraskóla

Í gær voru haldnir jólatónleikar kóra Smáraskóla fyrir húsfylli. Fram komu Skólakór, Barnakór og Krílakór skólans sem hafa æft stíft undanfarið og greinilegt að æfingar hafa skilað sínu. Við þökkum Ástu kórstjóra og þeim sem fram komu fyrir frábæra skemmtun, starfsmönnum […]

Ljósa- og friðarganga Smárskóla

Nú í morgun gengum við öll saman í nafni ljóss og friðar. Skólahljómsveit Kópavogs spilaði fyrir okkur jólalög í miðrýminu fyrir brottför og við heimkomu var heitt kakó með rjóma í boði.

Fullveldisdagurinn – opið hús

Í morgun var opið hús í skólanum í tilefni Fullveldisdagsins. Nemendur sýndu afrakstur fullveldisþemavinnu og Skólakór og Marimbasveit Smáraskóla sáu um skemmtun. Kaffisala var í góðum höndum 10. bekkinga í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð.

Innbrot á Þjóðminjasafninu

Nemendur 5.bekkjar hafa unnið hörðum höndum að gerð myndskreyttrar skáldsögu í anda bóka Ævars vísindamanns.Sögusviðið er Þjóðminjasafnið. Útgáfuhátið var slegið upp í Þjóðminjasafninu þar sem Ævar var að sjálfsögðu heiðursgestur.  

Meistaramót Kópavogs í skák 2023

Í síðastliðinni viku fór fram liðakeppni skóla á Meistaramóti Kópavogs í skák. Þátttakendur frá Smáraskóla stóðu sig öll með sóma og voru til fyrirmyndar. A og B sveitir skólans röðuðu sér í verðlaunasæti á eftir norðurlandameisturum Lindaskóla. Einnig fékk Smáraskóli verðlaun […]