Heimsókn rithöfundar og félagsvist

Í dag síðasta dag fyrir jólaleyfi var óhefðbundinn dagur í unglingadeild. Embla Bachman kynnti og las upp úr bókum sínum. Þrátt fyrir ungan aldur, aðeins 18 ára, hefur hún gefið út tvær barnabækur. Að því loknu spiluðu nemendur unglingadeildar félagsvist.  

Jólapeysudagur/rauður dagur

Í gær var jólapeysudagur/rauður dagur hjá okkur í skólanum. Safnast var saman í miðrými skólans og sungin nokkur jólalög þar sem hljómsveit skipuð nemendum og starfsfólki spilaði undir. Allir fengu svo hátíðarmat í hádeginu.

Ljósa- og friðarganga Smáraskóla

Í morgun lýstu nemendur og starfsfólk upp skammdegið í nafni friðar og gengu vinabekkir saman umhverfis Kópavogstjörn. Skólakórinn flutti nokkur lög áður en lagt var af stað og við heimkomu fengu allir heitt kakó.    

Skólasetning 23. ágúst

Skólasetning Smáraskóla verður föstudaginn 23. ágúst 2024. Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna. Foreldrar eru velkomnir á skólasetninguna með börnum sínum. Tímasetningar: . Nemendur í 2.-4. […]

Skákmeistarar

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót stúlknasveita í skák. Smáraskólastelpurnar stóðu sig mjög vel og urðu Íslandsmeistarar stúlknasveita í skák í flokki 3.-5. bekkjar! Það var mjótt á mununum á efstu sveitum, Smáraskóli og Rimaskóli voru með jafn marga vinninga en […]

Bóndadagur / lopapeysudagur

Eins og hefð er orðin fyrir fögnuðum við fyrsta degi Þorra, Bóndadegi í dag. Nemendur voru hvattir til að mæta í lopapeysum eða öðrum þjóðlegum klæðnaði. Komið var saman á sal skólans og sunginn Þorrasöngur. Með hádegismatnum gafst svo nemendum kostur […]