Ekki skóli í dag hjá 1. – 4. bekk

Skilaboð frá skólastjóra: Góðan dag kæru foreldrar nemenda í 1.-4. bekk Eins og þið fenguð upplýsingar um í gær tóku Almannavarnir ákvörðun um að ekki yrði skólahald milli kl. 8:00 og 13:00 í dag. Kl 13:00 eru einungis 30 mínútur eftir […]

Rauð viðvörun fimmtudagsmorgun 6.feb.

Á morgun er spáð rauðri viðvörun fá kl. 8:00-13:00. Á fundi Almannavarna í dag var ákveðið að gefa út eftirfarandi skilaboð varðandi skólastarf á höfuðborgarsvæðinu meðan á viðvörun stendur. Leikskólar og grunnskólar verða opnir í fyrramálið en aðeins með lágmarksmönnun til […]

Bóndadagur / lopapeysudagur

Í dag fögnuðum við fyrsta degi Þorra, bóndadeginum. Nemendur voru hvattir til að mæta í lopapeysum, sungin nokkur þjóðleg lög á sal og þorramatarsmakk í hádegishléinu fyrir þá sem í það lögðu.

Heimsókn rithöfundar og félagsvist

Í dag síðasta dag fyrir jólaleyfi var óhefðbundinn dagur í unglingadeild. Embla Bachman kynnti og las upp úr bókum sínum. Þrátt fyrir ungan aldur, aðeins 18 ára, hefur hún gefið út tvær barnabækur. Að því loknu spiluðu nemendur unglingadeildar félagsvist.  

Jólapeysudagur/rauður dagur

Í gær var jólapeysudagur/rauður dagur hjá okkur í skólanum. Safnast var saman í miðrými skólans og sungin nokkur jólalög þar sem hljómsveit skipuð nemendum og starfsfólki spilaði undir. Allir fengu svo hátíðarmat í hádeginu.

Ljósa- og friðarganga Smáraskóla

Í morgun lýstu nemendur og starfsfólk upp skammdegið í nafni friðar og gengu vinabekkir saman umhverfis Kópavogstjörn. Skólakórinn flutti nokkur lög áður en lagt var af stað og við heimkomu fengu allir heitt kakó.