Skólasetning 23. ágúst

Skólasetning Smáraskóla verður föstudaginn 23. ágúst 2024. Skólastjóri mun hitta nemendur á sal og þeir eiga síðan stund með umsjónarkennurum þar sem farið verður yfir skipulag fyrstu daganna. Foreldrar eru velkomnir á skólasetninguna með börnum sínum. Tímasetningar: . Nemendur í 2.-4. […]

Skákmeistarar

Um síðustu helgi fór fram Íslandsmót stúlknasveita í skák. Smáraskólastelpurnar stóðu sig mjög vel og urðu Íslandsmeistarar stúlknasveita í skák í flokki 3.-5. bekkjar! Það var mjótt á mununum á efstu sveitum, Smáraskóli og Rimaskóli voru með jafn marga vinninga en […]

Bóndadagur / lopapeysudagur

Eins og hefð er orðin fyrir fögnuðum við fyrsta degi Þorra, Bóndadegi í dag. Nemendur voru hvattir til að mæta í lopapeysum eða öðrum þjóðlegum klæðnaði. Komið var saman á sal skólans og sunginn Þorrasöngur. Með hádegismatnum gafst svo nemendum kostur […]

Kórastarf Smáraskóla

Kríla- og barnakór SmáraskólaKrílakór fyrir 2. bekk mánudagar kl. 13:45 – 14:15Barnakór fyrir 3.-4. bekk þriðjudagar kl. 13:45 – 14:25 Skólakór SmáraskólaFyrir 5.-10.bekk þriðjudaga kl. 14:30 – 15:30 Kóræfingar eru í tónmenntastofu. Kórstjóri er Ásta Magg. Skráning astama(hjá)kopavogur.is

Vegna verkfalls Starfsmannafélags Kópavogs

Vegna verkfalls hjá starfsfólki í Starfsmannafélagi Kópavogs er sími skólans lokaður frá kl 9:00 mánudaginn 15. maí og þriðjudaginn 16. maí frá kl 9:00-12:00.