NÝJUSTU FRÉTTIR
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2025/02/IMG_0909-436x272.png)
Appelsínugul veðurviðvörun
English and Polish below Tilkynning til foreldra/forráðamanna barna á grunnskólaaldri Notification to parents/guardians of children of primary school age. Powiadomienie do rodziców/opiekunów dzieci w wieku szkolnym. APPELSÍNUGUL VIÐVÖRUN, ORANGE WARNING, STOPIEN ZAGROZENIA 2 (POMARANCZOWY ALERT) Staðan þriðjudag 4. febrúar kl 15:30 […]
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2025/01/IMG_0876-436x272.jpg)
Bóndadagur / lopapeysudagur
Í dag fögnuðum við fyrsta degi Þorra, bóndadeginum. Nemendur voru hvattir til að mæta í lopapeysum, sungin nokkur þjóðleg lög á sal og þorramatarsmakk í hádegishléinu fyrir þá sem í það lögðu.
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/12/IMG_0864-436x272.jpg)
Heimsókn rithöfundar og félagsvist
Í dag síðasta dag fyrir jólaleyfi var óhefðbundinn dagur í unglingadeild. Embla Bachman kynnti og las upp úr bókum sínum. Þrátt fyrir ungan aldur, aðeins 18 ára, hefur hún gefið út tvær barnabækur. Að því loknu spiluðu nemendur unglingadeildar félagsvist.
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/12/462579778_1098299555274457_2960825678542538951_n-436x272.jpg)
Jólapeysudagur/rauður dagur
Í gær var jólapeysudagur/rauður dagur hjá okkur í skólanum. Safnast var saman í miðrými skólans og sungin nokkur jólalög þar sem hljómsveit skipuð nemendum og starfsfólki spilaði undir. Allir fengu svo hátíðarmat í hádeginu.
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/12/IMG_3429-436x272.jpg)
Ljósa- og friðarganga Smáraskóla
Í morgun lýstu nemendur og starfsfólk upp skammdegið í nafni friðar og gengu vinabekkir saman umhverfis Kópavogstjörn. Skólakórinn flutti nokkur lög áður en lagt var af stað og við heimkomu fengu allir heitt kakó.
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/12/IMG_0776-1-436x272.jpg)
Bjarni Fritz og viðurkenningar á unglingastigi
Í þessari viku heimsótti Bjarni Fritzson nemendur á miðstigi, ræddi um bækur sínar og las fyrir nemendur. Í dag kom svo unglingastig saman á sal þar sem voru veittar viðurkenningar í lok lestrarvikunnar. Næsta þriðjudag er Friðar- og ljósagangan sem er […]
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/11/IMG_0706-436x272.jpg)
Fullveldishátíð – opið hús
Í dag var opið hús í skólanum þar sem nemendur sýndu afrakstur þemaverkefna tengdum fullveldisdeginum 1. desember. 10. bekkingar sáu um kaffi- og kökusölu í fjaröflunarskyni fyrir útskriftarferð. Fjölmargir aðstandendur mættu og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Dagur íslenskrar tónlistar […]
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/11/IMG_0611-436x272.jpg)
Lestrarvika og heimsókn Gunnars Helgasonar
Lestrardögum lauk formlega í dag. Undanfarna viku hafa nemendur keppst við að lesa sem mest og skráð afraksturinn á sýnilegan hátt á veggi skólans í formi sígildra tölvuleikja. Vonandi höldum við áfram að lesa sem mest þó átakinu sé lokið, hvetjum […]
![](https://smaraskoli.is/wp-content/uploads/sites/11/2024/11/Smaraskoli_skak_5-7b_minni-436x272.jpg)
Meistaramót Kópavogs í skák
Í síðustu viku fór fram Meistaramót Kópavogs í skák. Smáraskóli átti þrjú lið í keppninni og stóðu þau sig öll frábærlega. Í flokki 5.-7. bekkja var lið skipað þeim; Andreu, Halldóru, Kristjáni Frey, Sóley Unu í 6. bekk. Eftir hörku keppni […]