Ekki skóli í dag hjá 1. – 4. bekk

Skilaboð frá skólastjóra:

Góðan dag kæru foreldrar nemenda í 1.-4. bekk
Eins og þið fenguð upplýsingar um í gær tóku Almannavarnir ákvörðun um að ekki yrði skólahald milli kl. 8:00 og 13:00 í dag.

Kl 13:00 eru einungis 30 mínútur eftir af skóladegi nemenda í 1. – 4. bekk hér í Smáraskóla.
Við teljum ekki ástæðu til að fá börnin í skólann þennan síðasta hálftíma og því verður ekki skóli hjá þessum árgöngum í dag.

Frístundin mun hins vegar að öllu óbreyttu opna kl. 13:30 og þeir nemendur sem skráðir eru þar geta mætt beint í frístundina á þeim tíma.
Mikilvægt er að foreldra þeirra barna sem mæta í frístundina fylgi þeim þangað og tryggi að starfsfólk taki á móti þeim og skrái þau inn.

Með góðri kveðju
Börkur skólastjóri

Posted in Óflokkað.