Á morgun er spáð rauðri viðvörun fá kl. 8:00-13:00. Á fundi Almannavarna í dag var ákveðið að gefa út eftirfarandi skilaboð varðandi skólastarf á höfuðborgarsvæðinu meðan á viðvörun stendur.
Leikskólar og grunnskólar verða opnir í fyrramálið en aðeins með lágmarksmönnun til að taka á móti börnum sem gætu þurft að mæta í skólann af ýmsum ástæðum. Foreldrar eru hinsvegar hvattir til að halda börnunum sínum heima og hefðbundið skólastarf fellur niður. Skólastarf hefst að nýju upp úr kl. 13:00 þegar áætlað er að rauð viðvörun falli úr gildi.