Geir Sverrisson – Smáraskóli
Við höfum fengið til liðs við okkur sálfræðinginn Atla Viðar Bragason til að sjá um sálfræðiþjónustu í Smáraskóla. Hann er hér í skólanum á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 8:00 – 16:00.
Sálfræðingur annast greiningar á börnum og ráðgjöf til foreldra þeirra. Þá sinnir sálfræðingur viðtölum við börn og unglinga og situr í nemendaverndarráði Smáraskóla. Sálfræðingur skólans sinnir aðallega tilfinningalegum, náms- og félagslegum erfiðleikum barna í skólanum.
Sé óskað eftir athugun eða greiningu á barni er best fyrir forráðamenn að snúa sér fyrst til umsjónarkennara eða skólastjórnenda. Haft er samband við foreldra þegar röðin kemur að þeim og þeir boðaðir í viðtal.
Foreldrar geta einnig leitað til sálfræðings án milligöngu bekkjarkennara og er best að senda tölvupóst á atlividar(hjá)kopavogur.is til að panta tíma eða fá ráðgjöf í gegnum síma eða bréfleiðis. Það fer eftir annríki hjá sálfræðingi hversu fljótt hann getur sinnt erindum sem koma beint frá foreldrum en mál sem er vísað á fyrrgreindu tilvísunareyðublaði hafa forgang.