Starfsaðferðir nemendaverndarráðs eru m.a. eftirfarandi:
Nemendaverndarráð fundar 1/2 mánaðarlega á mánuögum kl. 14:00.
Ef nemandi þarf, að mati umsjónarkennara, á aukinni aðstoð að halda vegna fötlunar, námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika skal umsjónarkennari vísa málinu skriflega til námsráðgjafa sem leggur málið fyrir nemendarverndarráð.
Ráðið fjallar um tilvísanir í námsver. Það leitar eftir viðbótarupplýsingum ef með þarf, m.a. með því að boða umsjónarkennara, foreldra eða aðra aðila sem tengjast málinu, á sinn fund.
Nemendaverndarráð ákvarðar hvernig komið er til móts við tilvísunaróskir.
Ákveðnum aðilum innan nemendaverndarráðs er falið að fylgja tilteknum málum eftir.