Skipulag frístundar

Frístundin Drekaheimar er í boði fyrir börn í 1. -4. bekk. Drekaheimar opna þegar skóla lýkur kl. 13:30 og er opin til kl. 16:30.

Heimferðir
Við skráningu barns í Drekaheima er merkt inn hvort barnið megi sjálft ganga heim eða hvort það verði sótt. Nauðsynlegt er að virða það sem þið hafið sett fram, ef það þarf að skrá breytingu þarf að senda inn breytingabeiðni á þjónustugátt Kópavogsbæjar eða inn á vala.is . Ef til þess kemur að breyta þurfi fyrirkomulagi dag og dag er mikilvægt eða koma skilaboðum til forstöðumanns með tölvupósti á drekaheimar(hjá)kopavogur.is fyrir kl 13 á daginn. Sé póstur sendur eftir kl 13 er ekki víst að boðin komist til skila. Einnig viljum við biðja foreldra að virða skráðan vistunartíma barna. Þegar börnin eru sótt er afar mikilvægt að finna næsta starfsmann og láta vita svo hægt sé að merkja börnin út.

Skipulagsdagar
Drekaheimar er opin alla daga sem grunnskólar eru starfandi. Á skipulags og samráðsdögum eru langir dagar þ.e opið allan daginn frá kl. 08:00 til 16:30. Þó eru Drekaheimar með tvo starfsdaga á ári. Lokað er í vetrarfríum skólanna.

Aukin þjónusta
Sumardvöl er í boði fyrir verðandi nemendur 1.bekkjar tvær vikur í ágúst við upphaf skólaárs (háð lágmarksþátttöku). Sérstök skráning er í gegnum þjónustugátt Kópavogs eða inni á vala.is fyrir þennan tíma og vísast til gjaldskrár hverju sinni. Jafnframt eru í boði aukadagar um jól, páska og lok skólaárs fyrir nemendur í frístund. Sérstök skráning verður fyrir þessa daga í gegnum íbúagátt Kópavogs og um kostnað vísast til gjaldskrár hverju sinni.

Frístundadagatal Drekaheimar 2023-2024

Vikudagskráin 1. og 2. bekkur
Vikudagskráin 3. og 4. bekkur