Smáraskóli er þátttakandi í verkefninu Skólar á grænni grein. Um alþjóðlegt verkefni er að ræða sem menntar milljónir nemenda í 67 löndum víðs vegar um heiminn. Verkefnið miðar að því að nemendur öðlist getu til aðgerða til að auka sjálfbærni og umhverfisvernd í gegnum lýðræðisleg vinnubrögð.
Á síðustu árum hefur Smáraskóli lagt áherslu á eftirfarandi þemu frá því verkefnið hófst; orka, átthagar, lýðheilsa, flokkun, endurvinnsla vatn og hnattrænt jafnrétti.
Útbúinn hefur verið verkefnalisti fyrir hvern árgang í skólanum. Lögð er áhersla á tengsl við aðalnámskrá í þeim verkefnalista.
Skrefin 7 – nánari útlistun
Myndband Grænfánateymis Smáraskóla 2018-2019
Heimasíða landverndar