Knattspyrnumót grunnskóla 7.bekkja í Kópavogi

Í vikunni var haldið í Fífunni knattspyrnumót 7.bekkja grunnskóla í Kópavogi. Stelpurnar stóðu sem með stakri prýði með aðeins einn tapleik og strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu mótið. Til hamingju krakkar.

Páskabingó

10. bekkur stendur fyrir páskabingói þann 2. apríl klukkan 17:00.

Stóra upplestrarkeppnin

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi var haldin í Salnum miðvikudaginn 26. mars. Hátíðin var skemmtileg og hátíðleg og öll framkvæmd einkenndist af miklum metnaði. Átján börn úr 7. bekk taka þátt í keppninni, tvö frá hverjum grunnskóla í Kópavogi. Fulltrúar Smáraskóla […]

Innritun í grunnskóla

Opnað hefur verið fyrir innritun 6 ára barna, (árg. 2019) á þjónustugátt Kópavogsbæjar. Innritun lýkur 16. mars 2025

Ekki skóli í dag hjá 1. – 4. bekk

Skilaboð frá skólastjóra: Góðan dag kæru foreldrar nemenda í 1.-4. bekk Eins og þið fenguð upplýsingar um í gær tóku Almannavarnir ákvörðun um að ekki yrði skólahald milli kl. 8:00 og 13:00 í dag. Kl 13:00 eru einungis 30 mínútur eftir […]

Rauð viðvörun fimmtudagsmorgun 6.feb.

Á morgun er spáð rauðri viðvörun fá kl. 8:00-13:00. Á fundi Almannavarna í dag var ákveðið að gefa út eftirfarandi skilaboð varðandi skólastarf á höfuðborgarsvæðinu meðan á viðvörun stendur. Leikskólar og grunnskólar verða opnir í fyrramálið en aðeins með lágmarksmönnun til […]