Góð samskipti foreldra og kenna eru lykilatriði varðandi nám og velferð barna í grunnskóla. Mikilvægt er fyrir báða aðila að skýr viðmið séu um hvernig þeim samskiptum er háttað og upplýsingum miðlað milli aðila. Með nýjum persónuverndarlögum eru einnig auknar kröfur um ýmislegt er þetta varðar.
Í ljósi þessa höfum við í Smáraskóla ákveðið að setja fram viðmið um samskipti foreldra og kennara. Þau eru byggð á samsvarandi viðmiðum fyrir grunnskólana í Reykjavík frá árinu 2017 sem unnin voru í samráði skólayfirvalda, fulltrúa kennara og samtaka foreldra.
Viðmiðin hafa verið samþykkt af kennurum skólans og hafa einnig verið kynnt fyrir skólaráði ásamt því að hafa fengið umfjöllun og jákvæða umsögn í stjórn foreldrafélags skólans.
Umrædd viðmið fylgja hér með og verða vonandi til góðs í samskiptum okkar um nám og velferð barnanna.