Foreldrasamningar Heimilis og skóla
Landssamtökin Heimili og skóli hafa útbúið, prentað og dreift í skólana svokölluðum „Foreldrasamningi“ sem margir foreldrar hafa ákveðið skrifa undir með velferð barnanna sinna í huga. Yfirleitt eru samningarnir gerðir í 6.-10.bekk. Atriðin sem koma fram í samningnum eru eftirfarandi:
- Við munum standa við lögboðinn útivistartíma.
- Við munum ekki leyfa eftirlitslaus partí á heimili okkar.
- Við munum leitast við að kynnast vinum barna okkar og hafa samráð við foreldra þeirra.
- Við munum ekki leyfa barni okkar að gista heima hjá vinum án þess að kanna hvort einhver fullorðinn sé heima.
- Við munum leitast við að upplýsa aðra foreldra ef við verðum vör við að börn þeirra reykja eða drekka.
- Við óskum þess að verða látin vita ef barn okkar sést reykja eða drekka.
- Við munum ekki leyfa unglingum að neyta áfengis eða nota önnur vímuefni á heimili okkar.
- Við munum ekki kaupa áfengi fyrir unglinga.
Við lýsum hér með vilja okkar til að fylgja ofangreindum reglum og setjum nöfn okkar undir því til staðfestingar.